Cristiano Ronaldo mun leika í treyju númer 7 hjá Manchester United. Félagið staðfesti þetta fyrir stuttu.
Hinn 36 ára gamli Ronaldo gekk óvænt til liðs við Man Utd á ný á dögunum. Hann er lifandi goðsögn hjá félaginu eftir að hafa leikið þar á árunum 2003 til 2009 einnig.
Ronaldo var einmitt í treyju númer 7 síðast þegar hann var á mála hjá Man Utd.
Edinson Cavani var í treyju númer 7 á síðustu leiktíð. Hann færir sig yfir í treyju númer 21. Ronaldo gekk fyrst í raðir United árið 2003 en á 18 árum hefur orðið mikil breyting á kappanum.
Breytinguna á Ronaldo má sjá hér að neðan.