fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Fallegt augnablik í Laugardalnum í gær – Guðjohnsen koss í beinni útsendingu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. september 2021 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fallegt augnablik í Laugardalnum í gær þegar Andri Lucas Guðjohnsen framherji Real Madrid lék sinn fyrsta A-landsleik í gær.

Ísland tapaði á heimavelli 0-2 gegn Rúmeníu í undankeppni HM, staða íslenska liðsins í riðlinum en slæm en margir lykilmenn eru fjarverandi og ástæðurnar ævi misjafnar.

„Eiður Smári Guðjohnsen var í fyrsta skipti í hlutverki aðstoðarþjálfara á Laugardalsvelli í gærkvöldi og sonur hans Andri Lucas kom inn á í fyrsta sinn með landsliðinu. Hann fékk koss við tilefnið,“ skrifar RÚV um augnablikið þegar Andri kom inn á í sínum fyrsta landsleik. Eiður smellti kossi á son sinn áður en hann fór inn á völlinn.

Andri Lucas er 17 ára gamall en hann er að koma til baka eftir erfið meiðsli, er hann einn okkar efnilegasti leikmaður.

Arnór Guðjohnsen afi Andra var fyrstur úr fjölskyldunni til að spila landsleik, síðan var komið að Eiði Smára. Næstur í röðinni var sonur hans Sveinn Aron og nú var komið að Andra.

Augnablikið fallega má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“