fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Viðar um andrúmsloftið á Laugardalsvelli eftir erfiða viku – ,,Það var frekar þögult“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 21:03

Viðar Örn Kjartansson. Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson var heilt yfir fremur sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins í kvöld þrátt fyrir 0-2 tap gegn Rúmenum. Leikurinn var liður í undankeppni HM. Spilað var á Laugardalsvelli.

Íslendingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta færin sín. Snemma í seinni hálfleik kom Dennis Man Rúmenm hins vegar yfir og sló það íslenska liðið aðeins út af laginu.

Nicolae Stanciu gerði svo út um leikinn með marki eftir skyndisókn á 83. mínútu.

Viðar var kallaður inn í landsliðshópinn skömmu fyrir leik þar sem Kolbeinn Sigþórsson þurfti frá að víkja. Viðar var þó mættur í byrjunarlið Íslands í kvöld.

,,Það er alltaf skrýtið þeagr maður er kallaður inn með stuttum fyrirvara. Ég var ekkert viss um að ég myndi starta, tiltölulega nýkominn til baka eftir meiðsli,“ sagði hann eftir leik við RÚV.

Viðar viðurkenndi að mark Rúmena í upphafi seinni hálfleiks hafi slegið íslenska liðið út af laginu.

,,Já, mér leið fáránlega vel áður en þeir skora þetta mark. Við vorum mjög líklegir, ég fékk mjög gott færi í fyrri, Birkir líka. Vorum að spila flottan fótbolta í fyrri hálfleik. Mér fannst tímaspursmál hvenær við myndum skora en ekki þeir. Þeir setja hann þarna upp úr engu og það slær okkur út.“

,,Þegar maður tapar er maður aldrei sáttur en mér fannst frammistaðan á vellinum (góð), mér fannst við betri stóran part af leiknum.“

Eins og flestum er kunnugt hefur karlalandsliðið og Knattspyrnusamband Íslands verið í brennidepli undanfarið vegna meintra kynferðisafbrotamála landsliðsmanna og þöggunar innan sambandsins í tengslum við þau. Viðar var spurður út í andrúmsloftið á Laugardalsvelli eftir erfiða viku.

,,Það var frekar þögult. Þetta er búið að vera erfið vika fyrir okkur alla. En við stóðum bara saman strákarnir. Eins og ég segi, með marki í fyrri hálfleik hefðum við unnið þennan leik. Við verðum bara að koma betur gíraðir í næsta leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“