fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Undankeppni HM: Önnur úrslit í kvöld – Svona fóru leikirnir í riðli Íslands

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 21:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni Heimsmeistaramótsins 2022 í kvöld. Hér fyrir neðan er stutt yfirferð.

Liechtenstein 0-2 Þýskaland (riðill Íslands)

Þjóðverjar unnu Liechtenstein á útivelli, þó ekki eins stórt og einhverjir hefðu búist við.

Timo Werner kom þeim yfir á 41. mínútu. Leroy Sane innsiglaði 0-2 sigur á 77. mínútu.

Þjóðverjar eru í öðru sæti riðilsins með 9 stig. Liechtenstein er á botninum án stiga.

Norður-Makedónía 0-0 Armenía (riðill Íslands)

Norður-Makedónía og Armenía gerðu markalaust jafntefli á heimavelli þeirr fyrrnefndu.

Armenía er á toppi riðilsins með 10 stig. Norður-Makedónar eru í þriðja sæti með 7 stig.

Þess má geta að Íslendingar eru í fimmta, næstneðsta, sæti riðilsins með 3 stig.

Georgía 0-1 Kósóvó (B-riðill)

Svíþjóð 2-1 Spánn (B-riðill)

Svíar tóku á móti Spánverjum og unnu glæsilegan sigur.

Carlos Soler kom gestunum yfir á 5. mínútu. Alexander Isak svaraði þó strax um hæl með jöfnunarmarki fyrir Svíþjóð.

Viktor Claesson tryggði svo 2-1 sigur heimamanna með marki á 57. mínútu.

Svíþjóð er á toppi B-riðils með 9 stig eftir að hafa leikið aðeins þrjá leiki. Spánn er í öðru sæti með 7 stig eftir að hafa leikið einum leik meira.

Ítalía 1-1 Búlgaría (C-riðill)

Evrópumeisturum Ítala tókst ekki að sigra Búlgaríu á heimavelli.

Federico Chiesa kom Ítalíu yfir eftir rúman stundarfjórðung. Atanas Iliev jafnaði fyrir gestina skömmu fyrir hálfleik og þar við sat.

Ítalir eru á toppi riðilsins mðe 10 stig eftir fjóra leiki. Búlgarir eru í fjórða sæti með 2 stig eftir jafnmarga leiki.

Litháen 1-4 Norður-Írland (C-riðill)

Tékkland 1-0 Hvíta-Rússland (E-riðill)

Eistland 2-5 Belgía (E-riðill)

Belgía vann Eistland á útivelli í miklum markaleik.

Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga. Hin mörkin skoruðu þeir Hans Vanaken, Axel Witsel og Thomas Foket. Mattias Kait og Erik Sorga skoruðu fyrir Eista.

Belgar eru á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Eistar eru á botninum, án stiga eftir þrjá leiki.

Ungverjaland 0-4 England (I-riðill)

Englendingar heimsóttu Ungverja og unnu öruggan sigur.

Áhorfendur þurfu þó að bíða fram í seinni hálfleik eftir öllum mörkunum. Raheem Sterling kom gestunum yfir á 55. mínútu. Harry Kane tvöfaldaði forystuna á 63. mínútu.

Harry Maguire kom Englandi í 3-0 á 69. mínútu og í lok leiks innsiglaði Declan Rice 0-4 sigur.

England er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Ungverjar eru í þriðja sæti með 7 stig eftir jafnmarga leiki.

Pólland 4-1 Albanía (I-riðill)

Andorra 2-0 San Marínó (I-riðill)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina