Ísland tapaði 0-2 gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld. Leikið var á Laugardals velli. Nicolae Stanciu virtist vera kolrangstæður í seinna marki gestanna.
Dennis Man kom Rúmenum yfir snemma í seinni hálfleiks. Seint í leiknum gerði Stanciu svo út um leikinn með marki eftir skyndisókn.
Á myndinni hér fyrir neðan, sem Tómas Þór Þórðarson birti á Twitter, má sjá að næsta víst er að Stanciu hafi verið fyrir innan áður en hann skoraði markið.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði mynbandsdómgæsla dæmt þetta mark ógilt. Hún var þó ekki til staðar í kvöld vegna tæknivandamála.
Veit að VAR er bilað í kvöld en 2-0 var rangstaða. By a mile, Christ. pic.twitter.com/pnoTcavyCd
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 2, 2021