fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

,,Mikill heiður fyrir mig að leiða þetta lið út“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 21:21

Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands í tapleiknum gegn Rúmenum í undankeppni HM í dag, segir frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik hafa verið góða og að koma inn marki í honum hefði gjörbreytt úrslitum leiksins.

Íslendingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta færin sín. Snemma í seinni hálfleik kom Dennis Man Rúmenum hins vegar yfir og sló það íslenska liðið aðeins út af laginu.

Nicolae Stanciu gerði svo út um leikinn með marki eftir skyndisókn á 83. mínútu. Lokatölur 0-2.

,,Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik, fáum mjög gott færi. Á venjulegum degi klárum við það og þá er þetta allt öðruvísi leikur. Seinni hálfleikur, tvö léleg mörk sem við fáum á okkur og við sköpum okkur ekki nógu mikið af færum,“ sagði Jóhann Berg við RÚV eftir leik.

Varnarlína Íslands virkaði á köflum ótraust í leiknum. Jóhann segir eðlilegt að það taki tíma fyrir nýja menn að aðlagast. Guðmundur Þórarinsson, Hjörtur Hermannsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Birkir Már Sævarsson skipuðu varnarlínuna.

,,Þetta er auðvitað ný vörn sem við erum að spila hérna og það tekur tíma. Stundum eru menn ekki alveg ‘in sink’. Það voru nokkur moment sem við þurfum bara að skoða og læra af.“

Eins og flestum er kunnugt hefur karlalandsliðið og Knattspyrnusamband Íslands verið í brennidepli undanfarið vegna meintra kynferðisafbrotamála landsliðsmanna og þöggunar innan sambandsins í tengslum við þau. Jóhann Berg segir menn hafa reynt að gera sitt besta á knattspyrnuvellinum í kvöld.

,,Auðvitað búin að vera skrýtin vika og að mörgu leyti erfið. Við fórum bara inn á völlinn og reyndum að gera okkar besta. Auðvitað mikill heiður fyrir mig að leiða þetta lið út en auðvitað vill maður alltaf sækja þrjú stig, sérstaklega á heimavelli. Við erum ekki sáttir.“

Ísland er aðeins með 3 stig eftir fjóra leiki í undanriðlinum. Það virðist hæpið að liðið komist inn á HM 2022 eins og staðan er í dag.

,,Við verðum bara að fara að sækja einhver stig og það strax. Næsti leikur kemur fljótt og vonandi gerum við betur en í dag,“ sagði Jóhann Berg að lokum um stöðuna.

Næsti leikur Íslands er gegn Norður-Makedóníu á Laugardalsvelli á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“