fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Kolbeinn lék 20 landsleiki frá því að ásakanirnar komu fram

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 2. september 2021 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið gengur út á völl gegn Rúmeníu í kvöld án lykilmanna, misjafnar ástæður eru fyrir fjarveru þeirra en ásakanir um kynferðislegt ofbeldi, meiðsli, COVID-19 og fleira í þeim dúr eru ástæða þess að lið Íslands verður án lykilmanna.

Einn af þeim leikmönnum sem ekki tekur þátt í leiknum er Kolbeinn Sigþórsson sem hefur verið meinað að taka þátt í leiknum af Stjórn KSÍ. Stjórnin tók þá ákvörðun að banna Kolbeini að spila leikinn vegna viðtals sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir fór í á RÚV á föstudag. Þórhildur steig þar fram og sagði frá kæru sem hún lagði fram gegn Kolbeini árið 2017.

Þórhildur sakaði þar Kolbein um að leggja á sig hendur og beita sig kynferðislegu ofbeldi á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur laugardagskvöld eitt í september það ár. Í viðtalinu við Þórhildi kom fram að Kolbeinn hefði játað sök og greitt miskabætur, sem samkvæmt heimildum DV námu nokkrum milljónum. Í yfirlýsingu Kolbeins sem hann sendi fjölmiðlum í gær hafnaði hann því að hafa beitt konurnar ofbeldi og að hann hafi nokkurntímann játað þau brot. Hann viðurkenndi þó ósæmilega hegðun og að hafa greitt konunum miskabætur.

Þá staðfesti talskona Stígamóta í gær að þeim hefði borist þriggja milljóna greiðsla frá Kolbeini sem væri hluti af samkomulagi Kolbeins við Þórhildi og aðra konu.

Þegar Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn árið 2018 á nýjan leik var sambandinu tilkynnt um málið af föður Þórhildar, sem sjálfur hafði óskað eftir því við forsprakka KSÍ að trúnaðs yrði gætt um málið. Var Kolbeinn sendur heim úr verkefni liðsins í Bandaríkjunum en á þeim tíma var hann meiddur. Kolbeinn var ekki með á HM það sumarið vegna meiðsla en vera má að þetta máli hafi einnig haft áhrif á val Heimis Hallgrímssonar á þeim tíma.

Skömmu síðar eða 11. september árið 2018 var komið að endurkomu Kolbeins í landsliðið en hann hafði þá ekki spilað með liðinu í rúm tvö ár vegna meiðsla. Leikurinn fór fram í Belgíu í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði þeim leik.

Síðan þá hefur Kolbeinn spilað 20 landsleiki fyrir liðið án þess að mál hans rataði í umræðuna eða að gerðar væru athugasemd við veru hans í landsliðinu. Þórhildur steig fram með sína sögu vegna umræðu um að KSÍ þaggaði niður ofbeldi. Guðni Bergsson formaður KSÍ sagði starfi sínu lausu vegna þeirra ásakana sem nú eru uppi um vinnubrögð KSÍ og hegðun landsliðsmannanna. Þá sagði stjórnin af sér skömmu síðar og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fór í leyfi.

Leikirnir sem Kolbeinn lék frá þeim tíma sem hann náði sáttum við Þórhildi og þangað til málið rataði í fjölmiðla eru hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“