fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Heimir Hallgrímsson um málefni landsliðsmanna – „Á erfitt með að trúa þessu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. september 2021 13:43

Heimir Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu segist sorgmæddur yfir þeim fréttum sem verið hafa í gangi síðustu daga. Um þetta er fjallað í ítarlegu viðtali við Vísir.is

Þungar ásakanir hafa verið bornar fram á nokkra nokkra landsliðsmenn Íslands síðustu daga. Eitt málið hefur verið opinbert en það fjallar um atvik Kolbeins Sigþórssonar og Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur. Kolbeinn greiddi miskabætur til Þórhildar en hafnar því að hafa brotið á henni eins og kom fram í yfirlýsingu hans í gær. Þórhildur heldur því fram að Kolbeinn hafi áreitt sig kynferðislega og tekið sig hálstaki.

„Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir sem stýrði íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og Heimsmeistaramótinu við Vísir.is. Hann lét af störfum sumarið 2018.

Heimir kveðst eiga erfitt með að trúa þeim þungu ásökunum sem bornar eru á leikmenn liðsins. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“ segir Heimir.

Heimir ætlar ekki að rengja það sem konurnar hafa að segja en segir. „Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu,“ segir Heimir við Vísir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni