fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Fullyrðir að hann hafi vitað af skiptum Ronaldo mánuði á undan öllum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 18:30

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum UFC-bardagakappinn Khabib Nurmagomedow segist hafa vitað af yfirvofandi skiptum Cristiano Ronaldo til Manchester United mánuði áður en þau gengu í gegn. Þeir félagar eru góðir vinir.

Hinn 36 ára gamli Ronaldo sneri óvænt aftur til Man Utd á dögunum frá Juventus á Ítalíu. Portúgalinn lék áður með enska félaginu á árunum 2003 til 2009. Hann er lifandi goðsögn á meðal stuðningsmanna.

,,Hann sagði mér fyrir mánuði síðan að hann væri á leið til Manchester United. Ég bjóst við því að skiptin færu í gegn. Ég tel Manchester United henta honum betur en Juventus,“ sagði Khabib við fjölmiðla í heimalandi sínu, Rússlandi.

Rússinn greindi svo frá því að hann og Ronaldo væru ansi góðir vinir.

,,Við tölum nánast saman á hverjum degi. Þegar við hittumst ræddum við um það hvað drífur okkur áfram,“ sagði Khabib.

,,Hann sagði mér að hann vildi sjá son sinn taka við keflinu af sér. Þegar Cristiano var barn vildi hann bara eiga venjulegt par af fótboltaskóm. Sonur hans á hins vegar allt. Hann er hræddur um að sonur hans muni skorta hungrið og viljann sem hann hefur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“