fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Borðar hengdir upp í Svíþjóð – Krefjast þess að rift verði við Kolbein

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. september 2021 12:20

Kolbeinn Sigþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Gautaborgar í Svíþjóð hengdu upp borða á æfingasvæði félagsins í morgun þar sem kom fram þeir vilji að félagið rifti samningi við Kolbein Sigþórsson. Ástæðan eru fréttir af málefnum hans og Þórhildar Gyðu Arnarsdóttir. Fótbolti.net fjallar um málið.

Kolbeinn greiddi Þórhildi miskabætur eftir atvik þeirra á milli skemmtistað í Reykjavík árið 2017. Þórhildur hafði haldið fram við RÚV að Kolbeinn hefði játað ofbeldi gegn sér en í yfirlýsingu sinni í gær hafnaði hann því.

„Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúinn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um afsökunarbeiðni og greiðslu sem ég féllst á. Auk þess greiddi ég 3 milljónir króna til samtakanna Stígamóta og studdi þannig mikilvæga baráttu samtakanna gegn kynferðisofbeldi,“ sagði Kolbeinn í yfirlýsingu.

Þórhildur sagði í viðtali á RÚV að Kolbeinn hefði tekið sig hálstaki og áreitt sig kynferðislega. Málið hefur ratað í sænska fjölmiðla og stuðningsmenn Gautaborgar fóru á æfingasvæði félagsins og hengdu upp borða sem þess er krafist að samningi við Kolbeinn verði rift.

Í yfirlýsingu sagði Kolbeinn einnig. „Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn markvisst að vinna í mínum málum. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina