Leikið var í 4. umferð riðlakeppni HM 2022 í kvöld en það var helst að Danmörk vann 2-0 sigur á Skotlandi og Frakkland og Bosnía-Hersegóvína gerðu 1-1 jafntefli. Portúgal vann 2-1 sigur á Írlandi þar sem Ronaldo skoraði bæði mörk Portúgala og Noregur og Holland skildu jöfn 1-1. Topplið H-riðils, Króatía og Rússland gerðu markalaust jafntefli.
Þeir Daniel Wass og Joakim Maehle skoruðu mörk Dana í 2-0 sigri á Skotum. Mörkin komu á 14. og 15. mínútu og sigurinn gerir það að verkum að Danmörk heldur stöðu sinni á toppi riðilsins með 12 stig en Danir hafi unnið alla leiki sína í riðlakeppninni það sem af er.
Frakkland gerði 1-1 jafntefli við Bosníu-Hersegóvínu á heimavelli. Eden Dzeko kom BH yfir með marki á 36. mínútu en Antoine Griezemann jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Jules Kounde var rekinn af velli í liði Frakka í upphafi síðari hálfleiks en hvorugu liði tókst að bæta við marki og lokatölur jafntefli. Frakkland er á toppi síns riðils með 8 stig eftir 4 leiki.
Portúgalir unnu Íra á Do Algarve vellinum í Portúgal. Írar leiddu með marki frá John Egan undir lok fyrri hálfleiks en Cristiano Ronalodo jafnaði metin fyrir Portúgal á 89. mínútu og varð þar með markahæsti landsliðsmaður frá upphafi. Ronaldo skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og skildi Íra eftir með sárt ennið. Portúgal er efst í sínum riðli með 10 stig. Írar eru stigalausir.
Noregur og Holland gerðu 1-1 jafntefli í Noregi þar sem Erling Haaland skoraði mark Norðmanna. Davy Klaassen jafnaði metin fyrir Hollendinga þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Bæði Hollendingar og Norðmenn eru með 7 stig eftir 4 umferðir, einu stigi á eftir toppliði Tyrklands.
Króatía og Rússland gerðu markalaust jafntefli í Rússlandi en liðin eru jöfn að stigum í sínum riðli með sjö stig.