fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Þorsteinn er fyrrum knattspyrnumaður: „Fullt af strákum sem hafa aldrei beitt ofbeldi og ekki mismunað“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. september 2021 08:41

Þorsteinn V. Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V Einarsson fyrrum knattspyrnumaður og baráttumaður fyrir jafnrétti segir að ekki sé hægt að stimpla alla knattspyrnumenn fávita. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag.

Þorsteinn sem heldur utan Karlmennskuna, um er að ræða reikninga á samfélagsmiðlum, hlaðvarp og sjónvarpsþætti sem Þorsteinn heldur úti.

Knattspyrnuhreyfingin er í vanda stödd, ásakanir um gróf ofbeldisbrot ganga nú fjöllum hærra og hylming hreyfingarinnar í heild. Sökum þess hefur stjórn KSÍ sagt af sér og sömuleiðis Guðni Bergsson formaður sambandsins.

Mikið hefur verið kallað eftir því að knattspyrnumenn tjái sig um þessi málefni en lítið hefur borið á því, hingað til. „Ég held í alvörunni að knattspyrnumenn viti ekki hvað þeir eiga að segja, hvernig þeir eigi að bregðast við eða hvað þeir geta gert. Það er ákveðinn vanmáttur sem er nærður af óttanum við að missa sína félagslega stöðu, völd og virðingu meðal félaga sinna í klefanum,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Fréttablaðið.

Þorsteinn segir að ekki sé vinsælt af knattspyrnumönnum að heyra talað um svona mál í búningsklefanum. „Meðal annars vegna þess að það er ekkert vinsælt né litið upp til þeirra sem eru að spá í svona málum. Það að vera femínisti, það er ekki alveg það vinsælasta í fótboltanum eða að vera skipta sér af jafnréttismálum eða taka stöðu með óþægilegum málefnum,“ segir Þorsteinn.

„Ég held að við séum að vanmeta þessi litlu atriði. Hvað gerist þegar leikmaður sem tjáir sig mætir á æfingu. Óttinn við viðbrögð liðsfélaganna og þjálfara, ef viðkomandi tjáir sig. Við erum að vanmeta hvað þetta viðheldur þögguninni og kyrrstöðunni að menn tjái sig ekki.

Þorsteinn ítrekar hins vegar að staðan sé ekki þannig að allir knattspyrnumenn séu fávitar. „En auðvitað er það þannig að það er fullt af flottum strákum í fótbolta sem eru að gera fullt af góðum hlutum. Þeir hafa aldrei beitt ofbeldi og ekki mismunað einum né neinum. Það er ekki allir fótboltamenn fávitar svo ég segi hið augljósa. En allir geta borið ábyrgð á nauðsynlegu breytingunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“