Það er forgangsmál hjá Manchester United að krækja í Erling Braut-Haaland frá Borussia Dortmund næsta sumar. ESPN segir frá.
Endurkoma Cristiano Ronaldo hefur engin áhrif á plön félagsins um að krækja í norska framherjann næsta sumar.
Næsta víst er að United fær mikla samkeppni frá öllum stærstu liðum Evrópu, einn besti leikmaður í heimi er þá til sölu á tæpar 70 milljónir punda vegna klásúlu í samningi hans.
Manchester City, Real Madrid, PSG og fleiri lið hafa augstað á Haaland sem raðað hefur inn mörkum í Þýskalandi.
Manchester United staðfestir endurkomu Ronaldo til félagisns í gær en félagið vonast eftir því að krækja í Haaland á næsta ári.