Hanna Björg Viljhálmsdóttir formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands telur enga vafa ríkja um þær ásakanir sem bornar eru á nokkra landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu. Segja má að skrif Hönnu Bjargar í pistlum hafi orðið til þess að Guðni Bergsson og öll stjórn KSÍ hefur nú sagt starfi sínu lausu.
Hanna Björg var til viðtal í fréttaþætti Hringbrautar í gær þar sem hún segir frá fjölda ábendinga um meint brot landsliðsmanna í knattspyrnu.
„Ég er ekki búin að telja en sumt er alveg staðfest. Sumt er í lögregluskýrslum en ég hef bara einhvern veginn ekki farið ofan í það, að grafa það upp. Það eru bara svo mörg vitni, sem segir mér að vitneskjan er til staðar,“ sagði Hanna Björg í viðtali við Lindu Blöndal á Hringbraut í gær.
Hanna var kölluð til fundar hjá stjórn KSÍ á sunnudag eftir að Guðni Bergsson hafði sagt starfi sínu lausu, hún lagði þá til að öll stjórnin segði af sér og það varð raunin í gærkvöldi. „Þetta var bara fínt spjall og ég sagði þeim bara það sem mér fannst og að mér fyndist að öll stjórnin yrði að fara.“
Linda spurði Hönnu að því hvort hvort ekki sé um að ræða „meint“ kynferðisbrot þar til sekt sé sönnuð og að réttarríkið sjái slíka úrslauns. „Það hefur enginn neitað neinu,“ sagði Hanna.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur samkvæmt enskum blöðum harðneitað fyrir meint brot sín í Bretlandi, hann situr nú laus gegn tryggingu til 16 október. Kolbeinn Sigþórsson hafði játað brot sitt gegn Þórhildi Gyðu Arnardóttur og borgaði henni miskabætur og rætt við hana, það mál kom upp árið 2017. Kolbeini var bannað af stjórn KSÍ að mæta í landsliðsverkefni sem nú er farið af stað. Aðrir meintir gerendur í hópi landsliðsmanna hafa ekki verið nafngreindir.