fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Drullan dundi yfir Ásgeir sem var í stjórn KSÍ: Sævar stígur fram – „Stend ekki fyrir skítkasti á einstaklinga“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Ásgeirsson var einn af þeim stjórnarmönnum KSÍ sem lét af störfum í gær. Hann sagði starfi sínu lausu en mun þó gegna embættinu í fjórar vikur til viðbótar.

Stjórnin sagði af sér í kjölfar þeirra málefna sem fjallað hefur verið um, KSÍ hefur verið sakað um að hylma yfir meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna.

„Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar hjá okkur í KSÍ, og sem stjórnarmaður hefur drullan dunið yfir mann án þess að ég hafi gert nokkuð af mér. Ég er búinn að vera í sjálfboðavinnu fyrir íþróttahreyfinguna í yfir 30 ár og hef unnið að heilindum og þetta er þakklætið,“ skrifaði Ásgeir í yfirlýsingu sinni í gær.

Ásgeir þakkar Guðna Bergssyni fyrrum formanni KSÍ fyrir sín störf og Klöru Bjartmarz sem er framkvæmdarstjóri KSÍ. „Ég vil þakka starfsfólki og stjórn KSÍ,Guðna og Klöru fyrir frábært samstarf og að ógleymdum leikmönnum og starfsfólki landsliða.“

Ásgeir segist ekki geta boðið sér og fjölskyldu sinni meira. „Ég get ekki boðið mér og minni fjölskyldu uppá þann viðbjóð sem hefur verið sagt um okkur í stjórn KSÍ. Ég hef því tekið þá ákvörðun um að segja af mér sem stjórnarmaður KSÍ,“ skrifaði Ásgeir.

Sævar tekur til máls:

Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KA tekur til máls á Facebook síðu sinni í dag en hann var til viðtals í Kastljósinu í kvöld. „Síðustu daga þá hefur barið á íþróttahreyfingunni og sumir segja að tími hafi verið til kominn. Ég er búinn að vera partur af þessari hreyfingu í þó nokkurn tíma og það er nauðsynlegt fyrir okkur öll sem störfum þar að staldra aðeins við, hlusta og vanda okkur með næstu skref,“ skrifar Sævar á Facebook í dag.

Sævar hefur gagnrýnt stjórn KSÍ hvernig staðið hefur verið að málum síðustu daga. „Ég hef verið gagnrýninn á hvernig forysta KSÍ hefur höndlað málin síðustu daga og vikur og kannski haft mig full mikið í frammi með þá skoðun mina. Ég vil taka það fram að fullt af þessu fólki sem ég hef verið að gagnrýna kalla ég vini mína og félaga og því er þetta ekki auðvelt mál, þarna inni er mikið af toppfólki sem hefur verið að vinna af heilindum og af góðum hug. Þegar við gerum mistök þá verðum við að þora að rétta upp hönd, viðurkenna þau mistök, sýna auðmýkt og læra svo af mistökunum. Annars komumst við lítið áfram.“

Sævar segir að þrátt fyrir að hann hafi gagnrýnt vini sína þá sé ekki í boði að henda fram skítkasti á einstaklinga. „Þrátt fyrir að ég hafi verið gagnrýninn á forystuna og hvernig hún höndlaði þessi mál þá vil ég hafa það alveg á hreinu að ég stend ekki fyrir skítkasti á einstaklinga eða fjölskyldumeðlimi stjórnarmanna og í raun og veru fordæmi slíka umræðu á allan hátt. Ég trúi því að fólk hafi verið að reyna að gera sitt besta.“

„Mistök voru gerð, og fólk hefur axlað ábyrgð. Þörf er á hugarfarsbreytingu, tími þöggunar og einhvers konar yfirhylmingar er liðinn. Íþróttahreyfingin í heild sinni ekki bara KSÍ þarf að fara í alvaralega naflaskoðun, sýna auðmýkt og heiðarleika ásamt því að læra af þeim mistökum sem hafa verið gerð, án þess komumst við lítið áfram. Ég vona innilega að það verði raunin, við lærum af þessu og allt starf innan íþróttahreyfingarinnar verði betra til lengri tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni