Það lítur allt út fyrir það að Antoine Griezmann sé á leið aftur til Atlético Madrid frá Barcelona á lánssamningi.
Griezmann var keyptur til Barcelona frá Atletico fyrir tveimur árum fyrir 120 milljónir evra. Hann hefur skorað 35 mörk fryir félagið í 101 leik. Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og hefur einfaldlega ekki efni á því að hafa Griezmann áfram í félaginu.
Fabrizio Romano segir á Twitter síðu sinni að viðræður séu langt komnar og er leikmaðurinn búinn að semja um kaup og kjör við Atletico.
Barcelona er að reyna að fá hollenska sóknarmanninn Luuk de Jong frá Sevilla í staðinn.
Antoine Griezmann has full agreement on personal terms with Atletico Madrid and it’s now matter of last details between Atléti and Barça to complete the deal. Final stages. 🚨🇫🇷 #Atleti #FCB #DeadlineDay
Barça are progressing in talks to sign Luuk de Jong from Sevilla.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2021