Arsenal hefur samið við japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu. Þetta staðfesti félagið rétt í þessu.
Tomiyasu hóf ferilinn hjá Avispa Fukuoka í heimalandinu og fór þaðan til Belgíu. Hann hefur leikið með Bologna frá 2019 og var keyptur til Arsenal fyrir 23 milljónir evra.
„Takehiro er sterkur varnarmaður með góða reynslu úr Serie A og landsliðsverkefnum. Hann er fjölhæfur varnarmaður með góða hæfileika og rólegur á boltann. Hann verður mikilvægur leikmaður liðsins,“ sagði Arteta á heimasíðu Arsenal.
Our new man is 𝗵𝗲𝗿𝗲 😍
— Arsenal (@Arsenal) August 31, 2021