Arsenal hefur fengið tilboð sitt í Takehiro Tomiyasu varnarmann Bologna samþykkt. Mun enska félagið greiða 20 milljónir punda fyrir hann.
Arsenal er á sama tíma að lána Hector Bellerin til Real Betis á Spáni.
Tomiyasu er frá Japan en hann er 22 ára gamall og getur bæði spilað sem miðvörður og hægri bakvörður.
Tottenham hafði haft áhuga á að kaupa Tomiyasu en hann spilaði 64 leiki fyrir Bologna. Hann kom inn sem varamaður um liðna helgi gegn Atalanta.
Arsenal hefur með þessu eytt liða mest á þessu tímabili en liðið er stigalaust eftir þrjá leiki í enska boltanum.