fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Yfirlýsing frá ÍTF: Vilja Klöru og stjórnina burt

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 12:49

Klara og fyrrum formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson. © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍTF, samtök félaga í efstu deildum í knattspyrnu á Íslandi fara fram á það að Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ og stjórnin axli ábyrgð.

„ Framkvæmdastjóri KSÍ og hluti stjórnar hefur setið lengi og í ljósi stöðu sinnar bera þau ábyrgð á þeim málum sem til umfjöllunar hafa verið síðustu daga,“ segir í yfirlýsingu.

Guðni Bergsson sagði upp störfum sem formaður KSÍ í kjölfar þess hvernig hann og KSÍ brugðust við ásökunum um kynferðisbrot landsliðsmanna. Maraþonfundir fóru fram í Laugardalnum um helgina þar sem stjórn sambandsins fundaði.

Allt starfsfólk sambandsins var boðað til fundar eftir að Guðni tók ákvörðun um að stíga til hliðar. Íslenska karlalandsliðið er á leið í verkefni en liðið á þrjá heimaleiki á næstu dögum, málið mun án nokkurs vafa fá mikla athygli í undirbúningi fyrir leikina.

ÍTF krefst þess að Klara víki úr starfi. „Knattspyrnuhreyfingin getur ekki samþykkt að núverandi stjórn KSÍ og framkvæmdastjóri sambandsins muni leiða vinnu við að lagfæra þá hluti sem farið hafa aflaga og skoða frá grunni þá menningu sem við lýði er innan knattspyrnuhreyfingarinnar.“

Yfirlýsing ÍTF:
Formannafundur ÍTF um málefni KSÍ var haldinn að kvöldi 29.ágúst 2021 Á fundinum fór stjórn ÍTF yfir atburði helgarinnar og yfirlýsingu stjórnar KSÍ sem send var út 29. ágúst. Það var samhljóma niðurstaða fundarins að yfirlýsing KSÍ gangi allt of skammt og nauðsynlegt sé að framkvæmdastjóri og stjórn axli sameiginlega ábyrgð.

Með það fyrir augum að endurbyggja traust innan knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart KSÍ er það mat ÍTF að boða þurfi til auka ársþings samkvæmt lögum KSÍ. Þar sem kosin verður bráðabirgðastjórn sem situr fram að næsta ársþingi sem haldið verður í febrúar 2022. Framkvæmdastjóri KSÍ og hluti stjórnar hefur setið lengi og í ljósi stöðu sinnar bera þau ábyrgð á þeim málum sem til umfjöllunar hafa verið síðustu daga. Knattspyrnuhreyfingin getur ekki samþykkt að núverandi stjórn KSÍ og framkvæmdastjóri sambandsins muni leiða vinnu við að lagfæra þá hluti sem farið hafa aflaga og skoða frá grunni þá menningu sem við lýði er innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
Stjórn ÍTF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Arsenal í Tékklandi – Markalaust á Ítalíu

Afar þægilegt hjá Arsenal í Tékklandi – Markalaust á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Í gær

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Í gær

Vonleysi yfir Eddie Howe – Segir þetta vanta í lið Newcastle

Vonleysi yfir Eddie Howe – Segir þetta vanta í lið Newcastle