fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag – Fundarefnið leyndarmál

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 30. ágúst 2021 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) fundaði í hádeginu í dag og mun funda aftur í gegnum fjarfundabúnað klukkan fimm. Þetta fékk Vísir staðfest hjá Gísla Gíslasyni, varaformanni KSÍ. Gísli vildi ekkert gefa upp um efni fundarins og vildi ekkert segja um hvort yfirlýsingar mætti vænta að fundi loknum.

Margir hafa í dag kallað eftir því að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sem og stjórnin öll segi af sér vegna hneykslis í tengslum við viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi á hendur landsliðsmönnum.

Samfélagsmiðlar hafa einnig logað og er stjórn KSÍ þar borin þungum sökum og sögð rúin öllu trausti.

Samtök félaga í efri deildum KSÍ hafa lýst yfir vantrausti á stjórninni og níu félög í neðri deildum hafa krafist þess að boðað veðri til aukaþings.

Jafnframt hefur verið boðað til mótmæla fyrir utan landsliðsleikinn gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning