fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max deild kvenna: Keflavík vann mikilvægan sigur – ÍBV hafði betur gegn Stjörnunni

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 30. ágúst 2021 20:06

Þórdís Elva (lengst til hægri á myndinni) í leik með Fylki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-Max deild kvenna í dag. ÍBV hafði betur gegn Stjörnunni og Keflavík sigraði Tindastól í botnbaráttuslag.

ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í 16. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Þóra Björg Stefánsdóttir kom ÍBV yfir á 25. mínútu með frábæru marki og þannig stóðu leikar í hálfleik. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir jafnaði metin á 56. mínútu en Olga Sevcova kom ÍBV aftur yfir níu mínútum síðar og skoraði þriðja markið undir lok leiks og tryggði ÍBV mikilvægan sigur.

Stjarnan er í 5. sæti með 23 stig og ÍBV í 6. sæti með 19 stig.

ÍBV 3 – 1 Stjarnan
1-0 Þóra Björg Stefánsdóttir (´25)
1-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (´56)
2-1 Olga Sevcova (´65)
3-1 Olga Sevcova (´84)

Tindastóll tók á móti Keflavík á Sauðárkróksvelli í gríðarlega spennandi botnbaráttuslag. Aerial Chavarin skoraði eina mark leiksins strax á 9. mínútu og tryggði þar með Keflavík stigin þrjú.

Tindastóll er á botni deildarinnar með 11 stig en Keflavík er í 8. sæti með 16 stig.

Tindastóll 0 – 1 Keflavík
0-1 Aerial Chavarin (´9)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning