Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-Max deild kvenna í dag. ÍBV hafði betur gegn Stjörnunni og Keflavík sigraði Tindastól í botnbaráttuslag.
ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í 16. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Þóra Björg Stefánsdóttir kom ÍBV yfir á 25. mínútu með frábæru marki og þannig stóðu leikar í hálfleik. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir jafnaði metin á 56. mínútu en Olga Sevcova kom ÍBV aftur yfir níu mínútum síðar og skoraði þriðja markið undir lok leiks og tryggði ÍBV mikilvægan sigur.
Stjarnan er í 5. sæti með 23 stig og ÍBV í 6. sæti með 19 stig.
ÍBV 3 – 1 Stjarnan
1-0 Þóra Björg Stefánsdóttir (´25)
1-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (´56)
2-1 Olga Sevcova (´65)
3-1 Olga Sevcova (´84)
Tindastóll tók á móti Keflavík á Sauðárkróksvelli í gríðarlega spennandi botnbaráttuslag. Aerial Chavarin skoraði eina mark leiksins strax á 9. mínútu og tryggði þar með Keflavík stigin þrjú.
Tindastóll er á botni deildarinnar með 11 stig en Keflavík er í 8. sæti með 16 stig.
Tindastóll 0 – 1 Keflavík
0-1 Aerial Chavarin (´9)