fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Viðar og Gísli koma inn fyrir Kolbein og Rúnar

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 23:28

Viðar Örn Kjartansson. Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi A landsliðs karla frá hópnum sem gefinn var út á miðvikudag. Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson verða ekki með í leikjunum sem eru framundan, þremur heimaleikjum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Inn í hópinn koma þeir Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson.

Kolbeinn var tekinn út úr hópnum af KSÍ en Rúnar valdi sjálfur að draga sig úr honum samkvæmt fréttum.

Viðar Örn hefur skorað 4 mörk í 28 A-landsleikjum og lék síðast með liðinu í nóvember 2020. Gísli lék sína fyrstu tvo A-landsleiki fyrr á þessu ári, vináttuleiki gegn Mexíkó og Póllandi.

Íslenska liðið kemur saman á mánudag til að hefja sinn undirbúning fyrir þessa mikilvægu leiki í undankeppni HM 2022
.
Mikill stormur hefur verið í kringum knattspyrnusambandið síðustu daga vegna meintra kynferðisbrota landsliðsmanna.

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í dag. Stjórn KSÍ hefur fundað alla helgina. Guðni hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum eftir að Þórhildur Gyða Arnardóttir steig fram í fréttum RÚV á föstudag og greindi frá því að árið 2017 hafi þekktur landsliðsmaður áreitt hana kynferðislega og ráðist svo á hana, og sagði að Guðna og KSÍ hafi verið vel kunnugt um málið.

Fréttastofa RÚV ræddi aftur við Guðna vegna málsins í ljósi frásagnar Þórhildar og spurði hvernig stæði á því að hann hafi á fimmtudag sagt að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot landsliðsmanna. Umræddur landsliðsmaður greiddi Þórhildi bætur vegna málsins. Guðni hafði ítrekað fullyrt að engar ábendingar um svona hegðun landsliðsmanna hefðu komið á borð KSÍ undir hans stjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga