Maxwel Cornet er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Burnley. Hann kemur frá Lyon og skrifar undir fimm ára samning á Englandi.
Hinn 24 ára gamli Cornet leikur sem vinstri bakvörður. Hann hefur verið á mála hjá Lyon frá árinu 2015.
Burnley greiðir 15 milljónir evra fyrir kappann, um 2,2 milljarða íslenskra króna.
Með Burnley leikur íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson.
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 29, 2021
Official and confirmed. Burnley have reached an agreement with OL for Maxwel Cornet, done deal also signed in the last hours for €15m final fee. Paperworks completed. 🔴🤝 #transfers https://t.co/E2UGRARtXZ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2021