Cristiano Ronaldo mætti á æfingasvæði Juventus í morgun og kvaddi þar liðsfélaga sína, hann færist nær því að ganga í raðir Manchester City.
Forráðamenn Juventus eru verulega ósáttir með framkomu Ronaldo í málinu en hann hefur lagt mikinn þunga í það að losna frá félaginu.
Ronaldo mætti á æfingasvæðið í morgun og kvaddi þar félaga sína en fór svo heim á leið, líkur eru á að hann gangi í raðir City um helgina.
❗️
Cristiano Ronaldo was the first to leave Juventus training ground after today’s session.
[@romeoagresti]pic.twitter.com/GUWfPL04cH
— CristianoXtra (@CristianoXtra_) August 26, 2021
Ronaldo er nú þegar búinn að semja um kaup og kjör við félagið. Juventus er enn að bíða eftir tilboði frá Englandsmeisturunum í kappann en eru tilbúnir að selja eins fljótt og hægt er.
City er tilbúið að gera tveggja ára samning við Ronaldo en ljóst er að hann myndi lækka verulega í launum.
Ronaldo er goðsögn í augum stuðningsmanna Manchester United, ljóst er að þeir ættu erfitt með að fyrirgefa honum það að taka skrefið yfir til CIty.
⚠️#CR7 ha lasciato la Continassa // CR7 has left the Continassa ❌⚪️⚫️@GoalItalia @goal pic.twitter.com/b0qLyPAwiA
— Romeo Agresti (@romeoagresti) August 27, 2021