Það varð allt vitlaust í Frakklandi í gærkvöldi þegar Nice og Marseille áttust við í Suður-Frakklandi.
Nice var 1-0 yfir þegar Dimitri Payet leikmaður Marseille var að taka hornspyrnu, stuðningsmenn Nice köstuðu í hann flösku.
Matteo Guendouzi & Luan Peres with strangle marks on their necks. (RMC) pic.twitter.com/oDvvspK5OB
— Get French Football News (@GFFN) August 22, 2021
Payet svaraði fyrir sig og kastaði flöskuna til baka og þá varð allt gjörsamlega vitlaust á meðal stuðningsmanna Nice.
Stuðningsmen Nice ruddust inn á völlinn og Payet endaði blóðugur og nokkrir leikmenn Marseille voru skrámur á sér.
Eftir að búið var að róa alla vildu dómarar leiksins klára leikinn en leikmenn Marseille neituðu að fara á völlinn, er talið að Nice verði dæmdur 3-0 sigur.
Atvikið má sjá hér að neðan.
The full video of Payet vs the Nice fans.pic.twitter.com/UWnaDAiuE8
— Sam Street (@samstreetwrites) August 22, 2021