Keflavík tók á móti FH í 18. umferð Pepsi-Max deildar karla. FH vann stórsigur á Keflavík þar sem Jónatan Ingi skoraði þrennu.
Fyrri hálfleikur var lokaður og lítið um dauðafæri þar til Baldur Logi Guðlaugsson kom FH yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Jónatani Inga Jónssyni. Jónatan var sjálfur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hann tvöfaldaði forystuna. Nacho Heras, leikmaður Keflavíkur, fékk beint rautt spjald um miðjan seinni hálfleikinn.
FH-ingar áttu rosalegar lokamínútur en Jónatan Ingi Jónsson skoraði þriðja markið á 89. mínútu, Oliver Heiðarsson það fjórða á 90. mínútu og Jónatan fullkomnaði svo þrennuna á fimmtu mínútu uppbótartíma. 5-0 sigur FH því staðreynd hér í dag.
FH er í 6. sæti með 25 stig en Keflavík er í 8. sæti með 17 stig.
Keflavík 0 – 5 FH
0-1 Baldur Logi Guðlaugsson (´45+2)
0-2 Jónatan Ingi Jónsson (´53)
0-3 Jónatan Ingi Jónsson (´89)
0-4 Oliver Heiðarsson (´90)
0-5 Jónatan Ingi Jónsson (´95)
Nacho Heras, rautt spjald (´74)