fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Pepsi Max deildin: Jónatan Ingi með þrennu í stórsigri FH

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 21. ágúst 2021 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík tók á móti FH í 18. umferð Pepsi-Max deildar karla. FH vann stórsigur á Keflavík þar sem Jónatan Ingi skoraði þrennu.

Fyrri hálfleikur var lokaður og lítið um dauðafæri þar til Baldur Logi Guðlaugsson kom FH yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Jónatani Inga Jónssyni. Jónatan var sjálfur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hann tvöfaldaði forystuna. Nacho Heras, leikmaður Keflavíkur, fékk beint rautt spjald um miðjan seinni hálfleikinn.

FH-ingar áttu rosalegar lokamínútur en Jónatan Ingi Jónsson skoraði þriðja markið á 89. mínútu, Oliver Heiðarsson það fjórða á 90. mínútu og Jónatan fullkomnaði svo þrennuna á fimmtu mínútu uppbótartíma. 5-0 sigur FH því staðreynd hér í dag.

FH er í 6. sæti með 25 stig en Keflavík er í 8. sæti með 17 stig.

Keflavík 0 – 5 FH
0-1 Baldur Logi Guðlaugsson (´45+2)
0-2 Jónatan Ingi Jónsson (´53)
0-3 Jónatan Ingi Jónsson (´89)
0-4 Oliver Heiðarsson (´90)
0-5 Jónatan Ingi Jónsson (´95)
Nacho Heras, rautt spjald (´74)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“