Romelu Lukaku framherji Chelsea virðist vera í miklu betra formi en hann var fyrir tveimur árum þegar hann yfirgaf enska boltann.
Lukaku yfirgaf Manchester United árið 2019 en hann er nú mættur aftur. „Þegar ég gekk í raðir Inter þá greindum við líkama minn og allt hefur breyst,“ sagði Lukaku.
„Ég borða mikið af salati og fiski, þetta hefur haft frábær áhrif á mig. Ég tek líka vítamín og líður mjög vel.“
Lukaku gæti spilað gegn Arsenal um helgina í stórleik helgarinnar en mikil eftirvænting er fyrir frumraun hans.
„Ég borða salat í hádeginu, mikið af kjúklingabringum og shirataki núðlur. Eftir að ég breytti lífstíl þá líður mér miklu betur innan vallar.“