fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Ole Gunnar Solskjaer: Við getum ekki neytt leikmenn í sprautu

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 20. ágúst 2021 19:32

Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United, segist ekki geta neytt leikmenn til að taka seinni bóluefnaskammtinn, en hvetur jafnframt leikmenn til að gera það.

England aflétti öllum samkomubönnum í sumar en Covid hefur enn áhrif á gang mála í ensku úrvalsdeildinni. Fjórir leikmenn Arsenal verða til að mynda ekki með gegn Chelsea um helgina vegna gruns um smit, og Christian Pulisic, leikmaður þeirra síðarnefndu greindist smitaður í vikunni.

Solskjaer hefur áður sagt að sumir leikmenn United væru óvissir um hvort þeir ættu að fara í sprautu en ekki allir leikmennirnir hafa fengið tvo skammta.

Nei, það hafa ekki allir fengið tvo skammta,“ sagði hann í viðtali. „Ég er fullbólusettur, orðum það þannig. Ég hvet strákana til að fara í sprautu en við getum ekki neytt neinn til þess. Við viljum að allir geri það, en það er undir þeim komið, og það stendur til boða að fá sprautu.“

Æfingarleik Man United og Preston North End í sumar var aflýst vegna gruns um smit í herbúðum United. Níu leikmenn greindust smitaðir en seinna kom í ljós að ekki var um smit að ræða og Solskjaer kenndi gölluðu prófi um niðurstöðurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra