Víkingur Ó. tók á móti Fjölni í Ólafsvík í Lengjudeild karla í kvöld. Fjölnir þurfti að vinna leikinn til að halda sér í baráttunni um sæti í efstu deild á næstu leiktíð.
Fjölnismenn komust í 2-0 forystu eftir 37. mínútur eftir að Jóhann Árni Gunnarsson skoraði tvö mörk á tveimur mínútum. Jóhann Árni fullkomnaði þrennuna á 64. mínútu og Andri Freyr Jónasson bætti við fjórða markinu tveimur mínútum síðar. Hans Viktor Guðmundsson skoraði fimmta markið á 74. mínútu og Jóhann Árni skoraði fjórða og fimmta mark sitt í leiknum á loka sjö mínútunum.
Fjölnir er í 3. sæti með 29 stig eftir 17 leiki. Víkingur Ó. er á botninum með 5 stig.
Lokatölur:
Víkingur Ó. 0 – 7 Fjölnir
0-1 Jóhann Árni Gunnarsson (’35)
0-2 Jóhann Árni Gunnarsson (’37)
0-3 Jóhann Árni Gunnarsson (’64)
0-4 Andri Freyr Jónasson (’66)
0-5 Hans Viktor Guðmundsson (’74)
0-6 Jóhann Árni Gunnarsson (’83)
0-7 Jóhann Árni Gunnarsson (’85)