Arsenal er það lið sem hefur eytt mestu í leikmenn á þessu tímabili en félagið hefur verið stórtækt á markaðnum.
Arsenal hefur fest kaup á Martin Odegaard og er að ganga frá kaupum á Aaron Ramsdale sem er markvörður Sheffield United í dag.
Arsenal hafði fyrr í sumar keypt Ben White á 50 milljónir punda, eyðsla Arsenal vekur athygli því félagið er ekki í neinni Evrópukeppni í ár og tekjurnar því minni en félagið þekkir
Arsenal er í fyrsta sinn í 25 ár ekki með í Evrópukeppni og því ætlar félagið að reyna að koma sér aftur í fremstu röð með eyðslu.
Arsenal hafði einnig keypt bakvörðinn Nuno Tavares á 8 milljónir punda og Albert Lokonga á 17 milljónir punda frá Anderlecht.
Odegaard og Ramsdale eru svo sagðir kosta um 60 milljónir punda, Arsenal er því það félag sem mestu hefur eytt í sumar.