Alfreð Finnbogason framherji Augsburg í Þýskalandi er með sködduð liðbönd í ökkla og verður ekki Augsburg gegn Frankfurt í þýska boltanum um helgina.
Alfreð var einnig fjarverandi í fyrstu umferð en Alfreð meiddist í bikarleik rétt fyrir móti.
Framherjinn öflugi var þá tæklaður all hressilega og lýsti Hjörvar Hafliðason tæklingunni sem hálfgerðri árás á íslenska framherjann. Þetta kom fram í máli Hjörvars í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
Alfreð er á síðasta ári samnings hjá Augsburg en þessi 32 ára framherji hefur verið afar óheppin með meiðsli síðustu ár.
Ekki kemur fram í þýskum miðlum hversu lengi Alfreð verður fjarverandi en íslenska landsliðið er á leið í verkefni í byrjun september.