fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Nýr samherji Rúnars áreittur: „Þú ættir að brenna í helvíti, helvítis drullusokkur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 14:00

Aaron Ramsdale. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsdale hefur ekki verið formlega kynntur sem leikmaður Arsenal en stuðningsmenn félagsins eru samt sem áður byrjaðir að áreita hann.

Ramsdale er í læknisskoðun hjá Arsenal en félagið er að kaupa hann frá Sheffield United á 30 milljónir punda.

Markverðinum er ætlað að veita Bernd Leno mikla samkeppni um markvarðarstöuna hjá félaginu. Ramsdale hefur nú áður en hann er kynntur sem leikmaður félagsins lokað fyrir að allir geti sett inn ummæli á Instagram síðu hans.

Ástæðan er sú að stuðningsmenn Arsenal hafa verið að senda honum ljóta skilaboð í gegnum samfélagsmiðilinn.

„Þú ættir að brenna í helvíti, helvítis drullusokkur. Haltu þig frá Arsenal,“ skrifar einn.

„Við viljum þig ekki til Arsenal, farðu til fjandans. Treystu mér, þú verður áreittur frá fyrsta degi,“ skrifar annar.

Arsenal er heldur betur að taka upp veskið en félagið krækti í Ben White á dögunum fyrir 50 milljónir punda og er nú að kaupa Martin Odegaard og Ramsdale á rúmar 60 milljónir punda.

Ramsdale mun taka stöðuna í leikmannahópi Arsenal af Rúnari Alex Rúnarssyni sem er orðaður við brottför frá Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Í gær

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt