Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í kvöld. Ljóst er að Fram mun leika í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili eftir að liðið vann 2-1 sigur á Selfoss og Kórdrengir töpuðu fyrir Grótta á útivelli.
Alexander Már Þorláksson kom Fram yfir á 3. mínútu og Indriði Áki Þorláksson tvöfaldaði forskot heimamanna þegar að 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Gary Martin minnkaði muninn fyrir Selfoss á 67. mínútu og þar við sat.
Fram fór létt með Lengjudeildina en liðið er með 12 stiga forskot á ÍBV í 2. sætinu. Selfoss er í 10. sæti með 15 stig, fimm stigum frá fallsæti.
Grótta tók á móti Kórdrengjum á Vivaldivellinum. Valtýr Már Michaelson kom Grótta í forystu eftir þriggja mínútna leik. Þórir Rafn Þórisson jafnaði metin fyrir Kórdrengi á 80. mínútu eftir slæm mistök í vörn Grótta en Pétur Thedór Árnason kom heimamönnum aftur yfir sex mínútum síðar og þar við sat.
Kórdrengir eru í 3. sæti með 28 stig eftir 16 leiki. Grótta er í 5. sæti með 26 stig eftir 17 leiki.
Annar leikur fór fram í Lengjudeild karla fyrr í dag þegar að Grindavík tók á móti Þrótti R á Grindavíkurvellinum. Róbert Hauksson kom Þrótturum yfir á 26. mínútu en Sigurður Bjartur Hallson varð hetja Grindavík í seinni hálfleik þegar að hann skoraði tvö mörk á fjögurra mínútna kafla og fyrsti sigur Grindavík í tvo mánuði staðreynd.
Grindavík er í 7. sæti með 23 stig eftir 17 leiki. Þróttur er í 11. sæti með 10 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.
Lokatölur:
Grindavík 2 – 1 Þróttur R.
0-1 Róbert Hauksson (’26)
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson (’58)
2-1 Sigurður Bjartur Hallson (’62)
Fram 2 – 1 Selfoss
1-0 Alexander Már Þorláksson (‘3)
2-0 Indriði Áki Þorláksson (’55)
2-1 Gary Martin (’67)
Grótta 2 – 1 Kórdrengir
1-0 Valtýr Már Michaelson (‘3)
1-1 Þórir Rafn Þórisson (’80)
2-1 Pétur Theódór Árnason (’86)