fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Fram leikur í Pepsi Max deildinni næsta sumar eftir sigur á Selfoss

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 21:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í kvöld. Ljóst er að Fram mun leika í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili eftir að liðið vann 2-1 sigur á Selfoss og Kórdrengir töpuðu fyrir Grótta á útivelli.

Alexander Már Þorláksson kom Fram yfir á 3. mínútu og Indriði Áki Þorláksson tvöfaldaði forskot heimamanna þegar að 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Gary Martin minnkaði muninn fyrir Selfoss á 67. mínútu og þar við sat.

Fram fór létt með Lengjudeildina en liðið er með 12 stiga forskot á ÍBV í 2. sætinu. Selfoss er í 10. sæti með 15 stig, fimm stigum frá fallsæti.

Grótta tók á móti Kórdrengjum á Vivaldivellinum. Valtýr Már Michaelson kom Grótta í forystu eftir þriggja mínútna leik. Þórir Rafn Þórisson jafnaði metin fyrir Kórdrengi á 80. mínútu eftir slæm mistök í vörn Grótta en Pétur Thedór Árnason kom heimamönnum aftur yfir sex mínútum síðar og þar við sat.

Kórdrengir eru í 3. sæti með 28 stig eftir 16 leiki. Grótta er í 5. sæti með 26 stig eftir 17 leiki.

Annar leikur fór fram í Lengjudeild karla fyrr í dag þegar að Grindavík tók á móti Þrótti R á Grindavíkurvellinum. Róbert Hauksson kom Þrótturum yfir á 26. mínútu en Sigurður Bjartur Hallson varð hetja Grindavík í seinni hálfleik þegar að hann skoraði tvö mörk á fjögurra mínútna kafla og fyrsti sigur Grindavík í tvo mánuði staðreynd.

Grindavík er í 7. sæti með 23 stig eftir 17 leiki. Þróttur er í 11. sæti með 10 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.

Lokatölur:

Grindavík 2 – 1 Þróttur R.
0-1 Róbert Hauksson (’26)
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson (’58)
2-1 Sigurður Bjartur Hallson (’62)

Fram 2 – 1 Selfoss
1-0 Alexander Már Þorláksson (‘3)
2-0 Indriði Áki Þorláksson (’55)
2-1 Gary Martin (’67)

Grótta 2 – 1 Kórdrengir
1-0 Valtýr Már Michaelson (‘3)
1-1  Þórir Rafn Þórisson (’80)
2-1 Pétur Theódór Árnason (’86)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Í gær

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið