Arsenal færist nær því að ganga frá kaupum á Martin Odegaard frá Real Madrid, samkomulag við Real Madrid er svo gott sem í höfn.
Sky Sports segir frá því í morgunsárið að Arsenal muni borga 30 milljónir punda til að byrja með en verðmiðinn gæti hækkað í 34 milljónir punda.
Odegaard var á láni hjá Arsenal á síðustu leiktíð og ekkert stefndi í að Arsenal gæti keypt hann. Odegaard var hins vegar ekki í plönum Carlo Ancelotti.
Ekki er talið að kjör Odegaard verði til vandræða og er möguleiki á að hann verði klár í slaginn gegn Chelsea um helgina.
Arsenal er einnig að skoða það að fá Aaron Ramsdale markvörð Sheffield United en verðmiðinn hefur hingað til verið of hár að mati félagsins. Mikel Arteta vill fá markvörð til að keppa við Bernd Leno en líkur eru á að Rúnar Alex Rúnarssonar verði lánaður.