fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Ramsdale nálgast Arsenal — Rúnar Alex líklega á leiðinni burt

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 20:05

Aaron Ramsdale. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum Sky Sports á Englandi hafa Arsenal og Sheffield United komist að samkomulagi um kaupverð á markmanni síðarnefnda félagsins, Aaron Ramsdale. Kaupverðið er sagt vera á 24 milljónir punda. Kaupverðið gæti hækkað um 6 milljónir punda ef Ramdale verður aðalmarkvörður félagsins.

Það er talið að koma Ramsdale til Arsenal verði líkleg til að hafa áhrif á framtíð Rúnars Alex en Rúnar er varamarkvörður Arsenal og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar. Bernd Leno er núverandi aðalmarkvörður liðsins en hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöður sínar að undanförnu.

Ramsdale hefur verið valinn leikmaður tímabilsins hjá Sheffield United undanfarin tvö ár og var valinn í hóp enska landsliðsins á EM í sumar en á enn eftir að leika sinn fyrsta landsleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag