Selfoss lagði Fylki í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Leikið var á Wurth vellinum í Árbænum.
Brenna Lovera kom Selfyssingum í 2-0 forystu eftir átta mínútna leik. Eva Rut Ásþórsdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki á 17. mínútu en Magdalena Anna Reimus bætti við þriðja marki Selfyssinga undir lok fyrri hálfleiks og staðan 3-1 í hálfleik.
Þórhildur Þórhallsdóttir minnkaði muninn á 53. mínútu en Brenna Lovera fullkomnaði þrennuna níu mínútum síðar og staðan orðin 4-2 Seylfyssingum í vil. Sara Dögg Ásþórsdóttir minnkaði aftur muninn fyrir Fylkiskonur á 87. mínútu og þar við sat. 4-3 sigur Selfoss staðreynd.
Selfoss er í 4. sæti með 22 stig eftir 15 leiki. Fylkir er í 9. sæti með 12 stig eftir 14 leiki.