Norðmaðurinn Martin Odegaard er á leið til Arsenal frá Real Madrid samkvæmt heimildum BBC. Odegaard var á láni hjá Arsenal á síðasta tímabili og skoraði 2 mörk í 20 leikjum fyrir félagið.
Liðin eru enn að vinna að samkomulagi um kaup á leikmanninum en kaupverðið er sagt vera á 30 milljónir punda. Odegaard gekk til liðs við Real Madrid árið 2015 en hefur einungis leikið átta deildarleiki fyrir félagið og hefur meðal annars verið lánaður til Vitesse, Heerenveen, Real Sociedad og Arsenal.
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði í lok síðasta tímabils að hann vildi fá Odegaard aftur til félagsins og hefur síðan talað um að bæta við fleiri leikmönnum í sumarglugganum.
Arsenal tekur á móti Chelsea á sunnnudag og Odegaard þyrfti að vera skráður fyrir hádegi á föstudag til að geta tekið þátt í leiknum.