Miðjumaðurinn knái Manuel Locatelli hefur skrifað undir lánssamning við Juventus frá Sassuolo á Ítalíu. Lánið gildir til ársin 2023 en þá er Juventus skyldugt til að kaupa leikmanninn á 37.5 milljónir evra.
Locatelli átti frábært Evrópumót með Ítalíu í sumar en hann lék fimm leiki og skoraði í þeim tvö mörk. Hann kom inn á sem varamaður í sigrinum í úrslitaleiknum gegn Englendingum.
Hann gekk til liðs við Sassuolo árið 2018 en leikmaðurinn var áður á mála hjá AC Milan. Bæði Liverpool og Arsenal voru sögð vera á höttunum eftir honum í sumar.