Það er næsta víst að Romelu Lukaku spilar sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í endurkomu sinni um komandi helgi. Liðið mætir þá grönnum sínum í Arsenal.
Lukaku hefur á ferli sínum raðað inn mörkum en í ensku úrvalsdeildinni hefur hann nánast skorað mark í öðrum hverjum leik.
Lukaku hefur hins vegar átt afar erfitt uppdráttar gegn Arsenal, framherjinn hefur aðeins skorað tvö mörk í 15 leikjum gegn Arsenal.
Lukaku hefur einnig átt í vandræðum með að leggja upp mörk en miklar vonir eru bundnar við endurkomu hans til Chelsea.
Tölfræði Lukaku er hér að neðan.