Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tók á móti Celtic í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar. Leikið var á Celtic Park vellinum í Skotlandi.
Celtic vann leikinn 2-0 með mörkum frá Japananum Kyogo Furuhashi og James Forrest. Mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum. Albert Guðmundsson byrjaði leikinn en kom af velli á 72. mínútu.
Seinni leikur liðanna fer fram í Hollandi þann 26. ágúst.
Lokatölur:
Celtic 2 – 0 AZ Alkmaar
1-0 Kyogo Furuhashi (’12)
2-0 James Forest (’61)