Brandon Williams, bakvörður Manchester United, fer líklega á láni til Norwich áður en félagaskiptaglugganum verður lokað í lok mánaðar. Þetta segir Sky Sports.
Hinn tvítugi Williams kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Man Utd.
Hann hefur leikið 50 leiki á um tveimur árum fyrir aðallið félagsins.
Williams mun því líklega leita sér að nýju liði á næstunni þar sem hann fær reglulega að spila.
Ásamt Norwich hafa Southampton og Newcastle áhuga á bakverðinum. Fyrstnefnda félagið er þó í sterkustu stöðunni til að krækja í hann eins og er.