Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Cluj sem tapaði 4-0 gegn Rauðu Stjörnunni í Serbíu í kvöld. Leikurinn var liður í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Um fyrri leik liðanna var að ræða.
Milan Pavkov, Aleksandar Katai, El Fardou Ben og Mirko Ivanic gerðu mörk serbneska liðsins.
Rúnar Már lék allan leikinn fyrir Cluj, sem er rúmenskur meistari. Lið hans á erfiðan seinni leik fyrir höndum í einvíginu.
Þá lék Andri Rúnar Bjarnason allan leikinn fyrir Esbjerg í 1-0 tapi gegn Fredericia í dönsku B-deildinni í dag.
Valence Nambishi skoraði fyrir Fredericia.
Esbjerg hefur farið illa af stað í deildinni og er aðeins með 2 stig eftir fimm leiki. Með liðinu leikur einnis Ísak Óli Ólafsson. Hann hefur verið að glíma við meiðsli.