fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Dagar Rúnars í Lundúnum gætu brátt verið taldir miðað við tíðindi dagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 18:15

Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsdale, markvörður Sheffield United, vill fara til Arsenal. Það er undir Lundúnafélaginu komið að greiða fyrir þennan 23 ára gamla leikmann. Sky Sports greindi frá þessu fyrr í dag.

Ramsdale féll úr ensku úrvalsdeildinni með Sheffield United á síðustu leiktíð. Þar áður var hann á mála hjá Bournemouth. Þar féll hann einnig niður um deild.

Fyrr í mánuðinum ræddu Arsenal og Sheffield United um hugsanleg félagaskipti Ramsdale til Lundúna. Þá gengu skiptin hins vegar ekki eftir, að því er talið vegna verðmiða sem Sheffield United setti á leikmanninn. Upphæðin sem félagið vildi var um 30 milljónir punda.

Nú virðist sem svo að viðræður séu farnar aftur af stað. Ramsdale gæti enn gengið í raðir Arsenal.

Þar myndi hann berjast um byrjunarliðsstöðuna við Bernd Leno, núverandi aðalmarkvörð.

Rúnar Alex Rúnarsson er sem stendur varamarkvörður Arsenal. Samkvæmt Sky Sports myndi kom Ramsdale þýða það að Rúnar færi annað.

,,Ef Ramsdale kemur inn munu þeir leyfa Rúnarssyni, sem er núna markvörður númer tvö, að fara frá félaginu,“ sagði fréttamaður stöðvarinnar.

Aaron Ramsdale. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref