Berglind Björg Þorvalsdóttir hefur samið við sænska liðið Hammarby út næsta ári. Frá þessu var greint í dag.
Þessi 29 ára gamli íslenski sóknarmaður lék áður með Le Havre í Frakklandi en liðið féll úr úrvalsdeildinni þar í landi í vor.
Berglind er reynslumikill leikmaður sem hefur lengst af spilað með Breiðabliki hér á landi en hún ólst upp hjá ÍBV:
Berglind hefur farið víða í atvinnumennsku og lék meðal annars með stórliði AC Milan á Ítalíu. Hammarby situr í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð en Berglind samdi við liðið til ársins 2022.