Mikel Arteta stjóri Arsenal er sagður ósáttur með það að félaginu hafi ekki tekist að krækja í Tammy Abraham sem var að yfirgefa Chelsea. Ensk blöð segja frá.
Þessi 23 ára gamli framherji yfirgaf Chelsea í dag og gekk í raðir Roma fyrir 34 milljónir punda.
Arteta vildi fá enska framherjann í sínar raðir en félaginu mistókst að ná samkomulagi við Chelsea.
Það er krísuástand hjá Arsenal sem tapaði í fyrstu umferð gegn Brentford og mikil neikvæðni er í kringum félagið.
Abraham var í stóru hlutverki hjá Chelsea undir stjórn Frank Lampard en Thomas Tuchel hafði engan áhuga á að nota hann og var hann því seldur.