Raphael Varane var kynntur til leiks hjá Manchester United um helgina en franski varnarmaðurinn hefur nú hafið æfingar hjá félaginu.
Varane sem er 28 ára gamall gerði fjögurra ára samning við United en hann kemur til félagsins frá Real Madrid, United borgar 42 milljónir punda fyrir hann.
„Ég er virkilega ánægður,“ sagði Varane við heimasíðu félagsins eftir að hafa verið kynntur til leiks um helgina.
Varane er spenntur fyrir því að spila með samlanda sínum, Paul Pogba sem lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri liðsins á Leeds um helgina.
„Ég hef þekkt Paul lengi, við byrjuðum að spila saman í franska landsliðinu. Hann er frábær leikmaður. Paul hefur sama metnað og ég, við erum til í að leggja mikið á okkur til að vinna titla hérna.“
„Paul er mjög jákvæður og kemur með góða orku, hann kveikir neista í mönnum innan sem utan vallar. Við erum öðruvísi en það er mikilvægt að hafa mismunandi karaktera í klefa.“
Líkur eru á að Pogba og Varane taki bara eitt tímabil saman hjá United en Pogba getur farið frítt frá United eftir.