Manchester United staðfestir komu miðvarðarins Raphael Varane til félagsins frá Real Madrid með nýju myndskeiði. Varane mun klæðast treyju númer 19 hjá félaginu.
Varane hefur unnið flest það sem hægt er að vinna í fótboltanum en Frakkinn lék með Real Madrid á árunum 2011-2021 og vann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku úrvalsdeildina, spænska bikarinnn, spænska ofurbikarinn, ofurbikar Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða.
Hann varð einnig heimsmeistari með franska landsliðinu árið 2018.
Myndskeiðið má sjá hér að neðan.
𝙉𝙤𝙬 it’s official.
Ladies and gentlemen: introducing @RaphaelVarane! 🔴👋#MUFC pic.twitter.com/rn3deF01w0
— Manchester United (@ManUtd) August 16, 2021