Gunnar Birgisson vonarstjarna RÚV þegar kemur að umfjöllun um íþróttir vakti athygli um helgina þegar hann fjallaði för sína til Aberdeen í Skotlandi í síðustu viku. Gunnar sem er einnig þjálfari í yngri flokkum Breiðabliks fór á Evrópuleik liðsins gegn Aberdeen. Blikar féllu úr leik en mikill hiti var eftir einvígið.
Fyrri leikurinn fór fram á Laugardalsvelli þar sem heimavöllur Blika uppfyllir ekki allar kröfur, Aberdeen neitaði því að spila í Kópavoginum. Gunnar ræddi málið í útvarpsþætti Fótbolta.net á X977 um helgina. „Blikar fengu undanþágu í raun og veru en Aberdeen í raun og veru neitar að spila þar (á Kópavogsvelli). Það er sagan. Aberdeen er að koma út úr þessu öllu sem algjör skítaklúbbur,“ sagði Gunnar í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina.
Þessi ummæli Gunnars vöktu furðu margra en Aberdeen er sögufrægt félag en Gunnar telur félagið vera algjöran skítaklúbb.
„Ég hef verið að skamma Breiðabliks vini mína, mér finnst full mikið attitude í þessu. Ég þarf að skamma vin minn Gunnar Birgisson sem sló í gegn á Ólympíuleikunum,“ sagði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþætti sínum Dr. Football.
Hjörvar segir það alveg ljóst að þú getir ekki kallað þetta sögufræga skítaklúbb þegar þú kemur frá Breiðabliki. „Þegar maður er frá Breiðabliki þá getur þú ekki kallað Aberdeen skítaklúbb. Ég skil ekki þennan hita á milli þessara liði, allt í lagi að Óskar sé að láta menn heyra það. Þetta eru menn sem hafa unnið titla í Evrópu, nokkra titla í Skotlandi og nokkra bikarmeistaratitla. Glæsilegt félag með mikla hefð,“ sagði Hjörvar.
Saga Aberdeen er merkileg en Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma góða hluti sem stjóri félagsins. Hjörvar segir að Gunnar sem starfar hjá Breiðabliki verði að bera meiri virðingu fyrir Aberdeen.
„Aberdeen á merka sögu, ef þú ert að vinna hjá félaginu er að tala af virðingu við mótherjann. Aberdeen á alla þá virðingu skilið sem er í boði,“ sagði Hjörvar að lokum.