Tammy Abraham, framherji Chelsea er á leiðinni til Roma samkvæmt heimildum BBC. Abraham hefur lítið fengið að spila síðan að Thomas Tuchel tók við þjálfarastöðunni hjá Chelsea í janúar síðastliðnum. Þeir Timo Werner, Olivier Giroud og Kai Havertz voru allir fyrir framan hann í goggunarröðinni í fyrra og ætlar Englendingurinn nú að leita á ný mið.
Kaupverðið er talið vera 34 milljónir punda en það er klásúla í samningnum sem gerir Chelsea kleift að kaupa leikmanninn aftur á tvöföldu verði. Það verður hins vegar ekki hægt fyrr en Abraham er búinn að verja tveimur tímabilum hjá Roma.