Tottenham mætti öflugt til leiks þegar það tók á móti Englandsmeisturum í Man City á Tottenham vellinum á sunnudaginn. Son Heung-min skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig.
Það var sérlega áberandi hversu ágengir varnarmenn Tottenham voru í leiknum en þeir létu sóknarmenn Man City aldrei í friði og voru stöðugt í bakinu á þeim og að narta í hælana á þeim.
Gott dæmi um það var þegar miðvörðurinn Davinson Sanchez tæklaði boltann af Kevin de Bruyne á lokasekúndum leiksins. Kevin de Bruyne kom inn á sem varamaður fyrir City en tókst ekki að jafna metin.
Myndskeiðið má sjá hér að neðan.
What. A. Tackle. 🔥
🎬 @CinchUK pic.twitter.com/7r2pR4tvf0
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 16, 2021